Haukar-KA

Það var frábær leikur sem boðið var uppá á Ásvöllum í kvöld þegar Haukar sigruðu KA 36-30 í fyrsta leik liðanna í 4-liða úrslitum.

Strákarnir okkar mættu feikna vel stemmdir og voru á tánum frá fyrstu mínútu. Þeir skoruðu fyrsta markaði og létu forystuna ekki af hendi það sem eftir var leiks. Þegar um níu mínútur voru liðanar af leiknum var staðan 9-3 og okkar menn búnir að spila fanta vel. Þá slökuðu menn aðeins á og gestirnir náðu góðum kafla og minnkuðu í 10-8. Okkar menn settu aftur í gír og náðu góðri stöðu í hálfleik 19-15. Í seinni hálfleik héldu þeir forystunni áfram og náði KA aldrei að komast nær en tvö mörk og þegar um 10 mín voru eftir þá kláruðu strákarnir okkar leikinn endanlega.

Glæsilegur sigur og gott veganesti norður yfir heiðar.

Haukar-KA

Vekjum athygli á að leikur Hauka og KA í mfl.ka. hefur verið færður til föstudags 21. febr. kl. 20.00