Haukar – Keflavík

Keflvíkingar koma í Schenker höllina í kvöld og etja kappi við Haukamenn í áttundu umferð Domino’s deildar karla. Haukar eru sem stendur í 6. sæti deildarinnar með 8 stig, jafn mörg og Þór Þorl. sem situr í 5. sæti, en Keflavík er í 2. sæti og hafa einungis tapað einum leik í deildinni í vetur. Það er því ljóst að það er erfiður leikur fyrir höndum hjá Haukamönnum og skiptir stuðningur úr stúkunni því miklu máli.

Haukum hefur gengið vel á heimavelli í vetur og hafa unnið þrjár af fjórum leikjum sínum á Ásvöllum. Eini leikurinn sem ekki sigraðist var tvíframlengdur leikur gegn Grindavík en þar töpuðu Haukar einungis með tveimur stigum. Það verður því spennandi að sjá hvernig málin þróast og vonandi fáum við spennandi og skemmtilegan leik.

Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður Gunni mættur á grillið kl. 18:30 fyrir þá sem vilja smella sér á borgara. Með honum að þessu sinni verður Henning Henningsson sem mundar spaðann og það með vinstri. 

Haukar – Keflavík

HaukarNæsta laugardag mætum við Keflavík í Pepsideild karla á Vodafonevellinum kl 16:00. Athugið að þetta er breyttur leiktími. Nú er liðið farið að sýna sitt rétta andlit og eftir frábæran sigur á firnasterkum Blikum er komið að því að leggja Keflvíkinga að velli. Við stjórnvölinn hjá suðurnesjaliðinu er fyrrum þjálfari Hauka Willum Þór og má með sanni segja að þeir hafi verið stálheppnir í rokinu suður með sjó í fyrri umferð þegar Keflavík stal af okkur tveimur stigum. Nú er að fjölmenna og styðja okkar menn. 

 Athugið breyttan leiktíma: Laugardagur kl 16:00

Áfram Haukar 

Haukar – Keflavík

Haukar-Keflavík

Leikur Hauka-Keflavíkur endaði með 3-2 sigri Haukastúlkna… Haukar skoruðu fyrsta markið en Keflavík náði að jafna fljótlega eftir það.. Staðan í leikhlé var 1-1 í síðari hálfleik skoruðu Keflvíkingar fyrsta markið en náðu Haukamenn sér aftur upp og skoruðu 2 mörk..

Stóðu Haukastúlkurnar sig alveg ótrúlega vel þær börðust fram á síðustu sekúndu…

Ég vil nota tækifærið til að óska Haukastelpunum okkar til hamingju með glæsilegann leik og sömuleiðis þakka, öllum þeim sem sáu sér fært að mæta í fífuna og styðja okkur, kærlega fyrir stuðninginn!!!!!!

Áfram Haukar

Haukar-Keflavík

annað kvöld, sunnudaginn 13 mars munu Haukar mæta Keflvíkingum í Fífunni kl 20:00..

Mun þetta vera 4 leikur Hauka eða 3 spilaði leikurinn á faxaflóamótinu, Haukar neiddust til að gefa leikinn á móti Breiðablik vegna leikmannaskorts.. Haukar eru sem stendur í 6 sæti af 7 með 3 stig og -4 í net..

Einsog áður segir fer leikurinn fram í Fífunni kl. 20:00 við hvetjum alla til að mæta og hvetja stelpurnar…

Mæting leikmanna er stundvíslega kl 19:00!!!

Mætum á völlin og styðjum okkar lið!!

Áfram Haukar!!