Annað kvöld taka Haukar á móti KF, 2.deildarliði úr Fjallabyggðinni. Um er að ræða leik í 32-liða úrslitum í Valitor-bikar karla. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og fer fram að sjálfsögðu á gervigrasvellinum á Ásvöllum.
Félagið KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar er nú líklega þekktara undir nafninu, KS/Leiftur en félagið breytti um nafn í vetur og sameinuðst alfarið. Liðið leikur í 2.deildinni eins og fyrr segir og hefur spilað einn leik þar í sumar, jafntefli gegn Aftureldingu 3-3 varð staðreynd þar sem markahrókurinn Ragnar Hauksson skoraði tvö mörk en hann hefur als skorað 133 mörk í 217 leikjum.
Haukaliðið hafa leikið tvö leiki í deildinni í sumar, sigruðu Víking Ólafsvík í Ólafsvík 2-1 en töpuðu síðan gegn Bí/Bolungarvík 1-2 á Ásvöllum síðastliðinn laugardagin.
Í Valitor-bikarnum komust Haukar í 32-liða úrslitin með því að sigra Gróttu nokkuð þæginlega 2-0 á meðan KF sigraði Dalvík/Reyni á útivelli 1-0 þar sem annar mikill markaskorari skoraði mark KF, Þórður Birgisson en hann hefur skorað 49 mörk í 142 leikjum.
Það má búast við hörkuleik á Ásvöllum á morgun og hvetjum við alla Haukara til að fjölmenna í nýju vígðu stúkuna okkar við gervigrasið.