Íslandsmeistarar KR koma í heimsókn í kvöld, sunndaginn 15 febrúar, og etja kappi við heimamenn í Dominos deild karla kl. 19:15
Haukarnir hafa verið á góðu skriði síðustu tvo leiki og unnið sannfærandi sigra á móti Stjörnunni og Þór Þorlákshöfn. Báðir leikirnr hafa unnist í seinni hálfleik eftir að strákarnir voru undir í hálfleik.
Varnarleikurinn hefur verið gríðarlega sterkur og hafa strákarnir unnið saman sem ein heild og hafa andstæðingarnir átt í erfiðleikum með að finna leið að körfunni gegn gríðarlega sterkri vörn Haukanna.
KRingar hafa einungis tapað einum leik í vetur og því ljóst að um erfiðan leik verður að ræða. Ef strákarnir mæta vel stemmdir og spila grimma vörn er allt mögulegt.
Við hvetum allt Haukafólk til að mæta á leikinn og styðja strákana til sigur.