Haukar – KR, Dominos deild kvenna

Lele hefur verið frábær í veturKRingar koma í heimsókn í kvöld og munu etja kappi við Haukastúlkur í Schenkerhöllinni kl. 19:15.

Haukastúlkurnar hafa staðið sig einstaklega vel það sem af er tímabilinu og hafa blásið á allar spár og hafa unnið 5 leiki af fystu 6 eftir að hafa tapað fyrsta leik tímabilsins naumlega í Hólminum. Stelpurnar hafa verið að spila vel og hafa spilað grimma vörn sem andstæðingarnir hafa átt í vandræðum með.

Í kvöld koma KR stúlkur í heimsókn og eru þær með einn sigur og kom sá sigur í síðasta leik þeirra og má því búast við þeim mjög grimmum í kvöld. KRingar eru búin að spila flesta leiki án erlends leikmanns en erlendi leikmaður þeirra meiddist illa í öðrum leik þeirra og neyddust til að finna nýjan leikmann. Sá leikmaður er mættur á klakann og spilaði í sigurleik þeirra á mót Breiðablik og því má búast við að KR komi með sjálfstraustið í botni.

 

 

Haukastelpurnar hafa verið að spila betur og betur í í vetur og unnu síðast Val á útivelli eftir framlengdan leik. Þó liðið sé ungt að árum þá hefur Lele Hardy mikla reynslu og hefur verið að spila einstaklega vel og hefur verið dugleg í því að aðstoða hinar ungu stúlkur í liðinu. Þeir leikmenn sem hafa reynslu úr efstu deild hafa síðan staðið sig vel og hefur Auður stjórnað liðinu af festu, Guðrún verið sterk í vörninni og Dagbjört gert vel sóknarlega. Ekki má heldur gleyma því að liðið fékk aftur Maríu Lind sem hefur reynst liðinu vel bæði í sókn og vörn. Ungu stelpurnar hafa staðið sig einstaklega vel og þar hefur Sylvía, besti leikmaður Norðurlanda, staðið sig einstaklega vel og hefur verið frábær bæði í vörn og sókn. 

Við viljum hvetja allt Haukafólk til að mæta í Schenkerhöllina í kvöld og styðja við bakið á þessu efnilega liði.