Haukar mæta Þór Akureyri í Síðuskóla fyrir norðan í kvöld í 1. deild karla. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Þórsurum á netinu og hefst leikurinn kl. 20.00.
Slóðin á útsendinguna er www.thorsport.is/tv.
Einnig er hægt að fylgjast með gangi leiksins í lifandi tölfræði á www.kki.is.
Fyrir leik eru Haukar í 2. sæti með 16 stig en Þór Ak. í 5. sæti með 12 stig og eiga leik til góða á Hauka.
Haukar unnu Hamar í síðasta heimaleik en Þór tapað á útivelli gegn FSu.