Haukar mæta KA á morgun

Haukar leika gegn KA í 1. deild karla annað kvöld á Ásvöllum og hefst leikurinn kl. 19:00 stundvíslega. Haukar hafa staðið sig vel í sumar í 1. deildinni og er eins og er í öðru sæti deildarinnar með 31 stig fjórum stigum á eftir Selfoss sem hefur 35 stig.

Það er ljóst að leikurinn gegn KA er virkilega mikilvægur því KA er í fjórða sæti deildarinnar með þremur stigum minna en Haukar eða 26 stig. Sigri Haukar munu þeir ná að hrista KA frá sér og hafa því einu liðinu minna að hugsa um en með tapi er KA komið í slaginn með Selfoss, Haukum og HK. Ekki má gleyma Fjarðarbyggð sem er einnig með 26 stig og gætu blandað sér í topp baráttuna.

Topp baráttan er í hámarki í 1. deildinni nú þegar aðeins fimm leikir eru eftir af mótinu en aðeins tvö lið fara upp í efstu deild. Haukar þurfa að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum því HK eru rétt á eftir Haukum í þriðja sæti með 29 stig, KA eins og fyrr sagði með 28 og svo eru Selfyssingar á toppi deildarinnar með 35.

Haukar þurfa á sigri að halda og treysta svo á hagstæð úrslit í öðrum leikjum deildarinnar. Selfoss mætir Þór á Akureyri en Þórsarar eru í 8 sæti deildarinnar með 21 stig og HK mætir Leikni Reykjavík sem eru í 6. sæt.

Allir Haukamenn eru hvattir til að mæta á völlinn og hvetja strákana til sigurs.