Haukar – Njarðvík

Haukar – Njarðvík

Haukar – Njarðvík

Í dag, þann 5 maí, var fyrsti leikur Hauka á grasi þetta árið og má með sanni segja að það hafi sést á leik Haukanna.

Eftir líflegar fyrstu 10 min þá virtist eins og allur vindur færi úr Haukaliðinu og Njarðvík nýtti sér það og skoraði ágætt mark eftir að vinstri kantmaðurinn þeirra hafði brotist upp kantinn og sent fyrir.

Seinni hálfleikurinn byrjaði með því að Þorvaldur fékk dauðafæri en náði ekki að stýra boltanum í hornið og markmaðurinn varði því frá honum. Njarðvík var betri aðilinn í leiknum og uppskáru annað mark um miðjan hálfleikinn. Eftir það fóru Haukarnir að sækja meira og skoruðu loksins á 89 mín en þar var að verki Ómar Karl eftir fína sendingu frá Hilmari Trausta inn fyrir vörnina.

Svo er næsti leikur við ÍBV í Eyjum á Laugardaginn kl 13:00.