Haukar og ÍH hefja samstarf

Haukar og ÍH undirrituðu í gærkvöldi samstarfssamning til þriggja ára.

Samningur þessi felur meðal annars í sér að 2.flokkur Hauka mun keppa í Íslandsmótinu undir nafninu Haukar/ÍH þar sem leikmenn 2.flokks Hauka geta einnig leikið með ÍH í 2.deildinni.

Hjá Haukum æfa nú 28 leikmenn í 2.flokki og hafa einungis tveir af þeim verið viðloðandi æfingahóp meistaraflokksins. Þetta verður því kjörið tækifæri fyrir upprennandi leikmenn Hauka til að öðlast dýrmæta leikreynslu og fá undirbúning fyrir meistaraflokkinn.

Á myndinni sjást Rósa Guðbjartsdóttir, formaður Knattspyrnudeildar Hauka, og Ingvar Magnússon, formaður ÍH, undirrita samninginn.