Eins og áður hefur verið greint hér á síðunni er sannkallaður stórleikur á laugardaginn á Ásvöllum þegar Haukar og Selfoss mætast í næst síðustu umferð 1.deildar karla. Með sigri og hagstæðum úrslitum tryggja Haukar sér upp í Pepsi-deild karla að ári. Leikurinn hefst klukkan 14:00. Við fengum blaðberann sem er verðandi pabbi, Úlfar Hrafn Pálsson í stutt viðtal.
Hvernig leggst leikurinn í dag gegn Selfoss í þig og hópinn sjálfan ? – Bara mjög vel við erum búnir að æfa vel og hópurinn er vel múraður saman.
Hver er ástæðan fyrir góðu gengi ykkar í sumar ? Mórallinn er búinn að vera góður og allt í sambandi við það og þegar mórallinn er góður þá er gaman, og þegar það er gaman þá gengur liðinu mun betur að mínu mati
Hvaða lið hefur komið þér mest á óvart í 1.deildinni ? – Eiginlega helst slakt gengi Skagamanna.
Yrði það ekki hræðilegt úr því sem komið er að Haukar færu ekki upp um deild ? – Haukar fara upp þannig er það bara og það kemur ekkert annað til greina.
Á Þórhallur Dan Jóhannsson annað ár eftir í fótboltanum ? Hann mun aldrei hætta.. Ekki nema hanm myndi deyja og þá myndi hann koma sér í eitthvað lið þarna uppi .. og þá má segja að hann sé að spila í deild ofar en Pepsi-deildin.
Nú ert þú að verða pabbi, hvernig leggst föðurhlutverkið í þig ? – Það var smá stress til að byrja með, en það er það ekki lengur ég meina ég er hvort sem er alltaf að passa litinn krakka (Ásgeir Þór Ingólfsson) þannig ég ætti að kunna eitthvað.
Er ekki stefnan á að skora fleiri mörk en litla systir og vinnufélaginn (Ásgeir Þór Ingólfsson) báðir komnir með tvö mörk í deildinni – Er það ásætanlegt? – Mér er sama hvað hann skorar mörg en ég vill helst skora meira en Pétur Ásbjörn sem er miðvörður og vona að Ásgeir geri það líka þannig ég set þrennu á móti Selfoss og hann þrennu á móti Þór og þá erum við góðir.
Við þökkum Úlla fyrir þetta og hvetjum fólk til að mæta á leikinn og sjá hann og liðsfélaga hans etja kappi við efsta lið deildarinnar í einum af mikilvægustu leikjum Hauka fyrr og síðar.