Haukar – Selfoss er á morgun! – Mætum tímanlega

Haukar Stærsti leikur Hauka á þessu tímabili fer fram á Ásvöllum klukkan 14 á laugardaginn. Haukar mæta þá Selfyssingum í toppslag 1.deildar. Selfyssingar eru efstir í deildinni með 6 stiga forskot á Hauka, sem eru í öðru sætinu. Takist Selfyssingum að leggja okkar menn af velli, eru þeir öruggir með sigur í deildinni. Með sigri Hauka tekst þeim að nánast tryggja sig í efstu deild karla að ári.

Mikilvægi leiksins er því gríðarlegt fyrir bæði lið og mæta bæði lið brjáluð til leiks, bæði hungruð í sigur. Haukar urðu fyrir áfalli undir lok sigurleiksins gegn HK þegar Hilmar Rafn Emilsson meiddist og mun hann ekki taka þátt í síðustu tveimur leikjum Hauka í deildinni. Þá er Hilmar Trausti tæpur fyrir leikinn á laugardaginn, sem og markahæsti leikmaður liðsins, Garðar Geirsson. Pétur Ásbjörn Sæmundsson er svo í banni í leiknum. Það þá þó búast við því að Hilmar Trausti

Haukar sigruðu HK í síðasta leik sínum, 0-2, með mörkum frá Garðari Geirssyni. Selfyssingar unnu Aftureldingu 6-1 í sömu umferð og tryggðu sæti sitt í Pepsi deildinni að ári.

Við hvetjum alla Haukamenn til að mæta tímanlega á völlinn á laugardaginn en stuðningur við liðið er afar mikilvægur í þessum leik, en eins og fyrr segir þá getur liðið tryggt sæti sitt í Pepsi deildinni að ári, og munu okkar menn berjast til síðasta blóðdropa í þessum leik. 12 leikmaður liðsins er stuðningurinn við liðið. ÁFRAM HAUKAR!