Dominos deildar lið Hauka hefur samið við Cedrick Bowen um að spila með liðinu það sem eftir lifir tímabilsins.
Cedrick þekkir vel til deildarinnar en hann var látinn fara frá KR í lok janúar. Cedrick er sterkur „inside“ leikmaður og ætti að styrkja liðið í kringum teiginn og getur þannig hvílt Finn Atla og Sherrod. Liðið hefur verið í vandræðum með stærð vegna meiðsla lykilmanna og því var farið í þessa ráðningu. Cedrick var með 13 stig og 7 fráköst að meðaltali í leik á um 20 min. sem hann spilaði með KR.
Reglur deildarinnar er sú að einungis er leyfilegt að hafa einn erlendan leikmann inná í einu, en Haukar hafa nú þegar öflugan erlendar leikmann, Sherrod Wright. Cedrick er að koma inn sem erlendur leikmaður nr. 2 og því ljóst að hans spilatími verður að einhverju leyti takmarkaður og er hann til í að koma og gera sitt besta fyrir liðið á þeim tíma sem hann fær og að hjálpa liðinu að ná í úrslitkeppnina.
Að auki er að styttast í að Kristján Leifur komi til baka eftir langvarandi meiðsli en búist er við því að hann verði orðinn klár fyrir leikinn á móti ÍR þann 16. febrúar. Kristján Leifur er búinn að vera frá vegna meiðsla í um tvo mánuði og áður en hann meiddist á læri var hann búinn að spila gríðarlega vel og sýna að hann væri einn af bestu „inside“ leikmönnum deildarinnar. Ljóst er þó að Kristján þarf að komast rólega inn í liðið og þarf að passa hans spilatíma vegna meiðslanna.
Liðið er að styrkjast gríðarlega núna fyrir lokaumferðirnar og ekki seinna vænna þar sem liðið er ekki á þeim stað í deildinni sem væntingar voru fyrir tímabilið. Liðsmenn eru ákveðnir í að snúa við dæmuni og byrja að klifra upp töfluna en deildin er afar jöfn og stutt upp í eftir hlutann.