Haukar senda lið í Íslandsmót unglingasveita

Skákdeild Hauka mun senda eitt lið nú um helgina á Íslandsmót Unglingasveita í skák (15 ára og yngri) sem haldið verður í Garðabæ laugardaginn 22. nóv. í Sjálandsskóla í Garðabæ.

Liðið er að hluta til mjög ungt og því er óraunhæft að gera ráð fyrir efstu sætum en vonandi getur liðið strítt stóru liðunum eitthvað.

Íslandsmeistarar þriggja síðustu ára er Taflfélagið Hellir og verða þeir í ár einnig að teljast mjög sigurstranglegir.