Fyrsti leikur silfurliðs Hauka frá siðustu leiktíð verður á morgun föstudaginn 7. október kl. 20:00 í Schenkerhöllinni.
Haukaliðið spilaði gríðarlega vel í fyrra og má einnig búast við liðinu sterku í vetur. Nokkrar breytingar hafa orðið á liðinu, en mest munar um Kára Jónsson sem var einn besti leikmaður Dominos deildarinnar á síðasta tímabili. Liðið hefur þó bætt við sig fjórum nýjum leikmönnum.
Töluverð meiðsli hafa hrjáð liðið á undirbúningstímabilinu en liðið hefur verið að skríða saman síðustu tvær vikurnar og hafa hinir ungu en efnilegu leikmenn Hjálmar og Kristján nú náð sér af meiðslum og hefur verið mikill stígandi hjá liðinu á síðustu æfingum.
Strákarnir eru staðráðnir í því að halda áfram að bæta árangur sinn ár frá ári og við hvetjum allt Haukafólk til að gera sér ferð uppá Ásvelli og hvetja strákana áfram í baráttunni.
Eins og áður segir byrjar leikurinn kl. 20:00, seldir verðir hamborgarar fyrir leik og Manían mætir í húsið.
Áfram Haukar