Roger Woods, erlendur leikmaður Dominos liðs Hauka, hefur verið látinn fara frá liðinu og hefur hann hvatt klakann.
Roger Woods þótti ekki standa undir væntingum og hefur vinna við að finna nýjan leikmann í hans stað staðið yfir í nokkrar vikur. Woods var slakur varnarmaður og þótti ekki leggja sig nógu mikið frá á æfingum og í leikjum. Í fyrsta leik tímabilsins, sigurleik á mót Þór Ak., þá var hann vægast sagt slakur og var með 5 í framlag á þeim 20 min. sem hann spilaði, skoraði einungis 2 stig og tók 3 fráköst. Með hann á vellinum voru Haukar að tapa á móti Þór með 10 stigum en vinna með 8 með hann utan vallar.
Búið er að ráða nýjan leikmann og má vænta að sá leikmaður verði orðinn löglegur i næsta leik á móti Grindavík á útvelli sem verður fimmtudaginn 12. október.
Nýr leikmaður heitir Paul Jones og spilaði með Western Washington í NCAA1. Paul er fæddur árið 1989 og hefur spilað sem atvinnumaður frá útskrift og er því með töluverða reynslu af því að spila í evrópu. Paul hefur spilað í Kýpur, Ísrael, Grikklandi og Mexikó. Paul er vængspilari (þristur) og getur leyst nokkrar leikstöður á vellinum en hann er 1.94 cm að hæð.
Í Grikklandi spilaði hann með lið Trikala í efstu deildinni þar í landi og var liðsfélagi Hörðs Axels, landsliðsmanns.
Paul er væntanlegur til landsins á þriðjudagsmorgun.
Hér er hægt að sjá video með kappanum er hann spilaði í Grikklandi. https://www.youtube.com/watch?v=pgcwc2YNiUJ