Haukar fá Íslandsmeistararana í heimsókn í Schenkerhöllina í kvöld og má búast við hörku leik en Haukastelpurnar hafa verið að spila mjög vel í síðustu leikjum.
Haukaliðið hefur komið gríðalega á óvart í vetur með góðum úrslitum og er ljóst að ekki mörg lið hafa getið spilað jafn vel eftir mikinn missi frá síðasta tímabili og án þess að fá neinn leikmann í viðbót. Ungar stelpur hafa stígið upp og spilað gríðarlega vel og hafa verið vaxandi, framtíðin björt á Ásvöllum í kvennaboltanum og ekki spennir fyrir að Helena er strax byrjuð að æfa og má búast við henni sterkri á næsta tímabili.
Lið Snæfells er gríðarlega sterkt og vel mannað og eru að öðrum liðum ólöstuðum með best mannaða lið deildarinnar en hafa samt hikstað aðeins í vetur. Þrátt fyrir ungt lið Hauka eiga þær að geta lagt lið Snæfells að velli, en þá verða þær að vera agaðar og mega ekki tapa mörgum boltum.
Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld og hvetjum við Haukafólk til að mæta á pallana og styðja stelpurnar áfram í baráttunni.