16.umferðin í 1.deild karla hefst á morgun með fjórum leikjum. Haukar heimsækja Leikni R. heim á Leiknisvöllinn, annað kvöld og hefst leikurinn stundvíslega, 19:00.
Haukar þurfa lífsnauðsynlega á sigri að halda eftir tvö töp í röð og jafntefli þar á undan, Haukar eru þó enn í 4.sæti deildarinnar einungis þremur stigum frá sæti í Pepsi-deild karla.
Leiknismenn eru þó í mun verri málum og þurfa einnig á þremur stigum að halda og því má búast við harðri baráttu á vellinum á morgun. Leiknismenn eru með 14 stig í 10. – 11.sæti og eru í mikilli botnbaráttu.
Þegar þessi sömu lið mættust í fyrri umferðinni höfðu Haukar betur, 2-1 með mörkum frá Gunnlaugi Fannari Guðmundssyni og Hilmari Trausta Arnarssyni áður en Leiknismenn minnkuðu muninn í uppbótartíma.
Við hvetjum alla Haukamenn að fjölmenna á Leiknisvöllinn á morgun og hvetja Hauka til sigurs í leiknum, því nú fer hver einasti leikur að skipta verulegu máli.
ÁFRAM Haukar!