Skádeild Hauka stendur vel að vígi eftir fyrri hluta Íslandsmóts Skákfélaga.
A- sveit Hauka er í 2-3 sæti í 1. deild eftir að hafa leitt deildina fyrstu 2 umferðirnar af 4 sem að tefldar voru um síðustu helgi.
B- sveitin er í 2. sæti í 2. deild og á góða möguleika á að komast upp í 1. deild að ári.
C sveitin er svo í 5. sæti í 4. deild og á einnig góða möguleika á að færast upp um deild.
Skákdeild Hauka sendi 5 sveitir til leiks og var aðeins eitt félag sem að sendi fleiri lið til keppni að þessu sinni.
Sjá nánar á www.skak.is