Haukar mæta Stjörnunni í Lengjubikarnum í dag, þriðjudag, kl. 20.15 í Kórnum.
Um er að ræða leik sem var flautaður af um daginn vegna veðurs en þá var staðan 1 – 0 fyrir Hauka.
Við hvetjum Hauka-fólk til að fjölmenna í Kórinn í kvöld en um er að ræða næst síðasta leik okkar manna í A deild Lengjubikarsins, riðli 3, þetta árið.
Síðasti leikurinn er svo á föstudaginn 10. apríl á Ásvöllum kl. 18:30 en þá koma Valsmenn í heimsókn.
Áfram Haukar!