Eftir góðan 3 – 1 sigur á Keflavík sl. mánudag í fimmtu umferð Lengjubikarsins taka okkar menn í Haukum á móti Íslandsmeisturum Stjörnunnar á föstudaginn kl. 19.00 og fer leikurinn fram á Ásvöllum.
Haukar eru nú í fjórða sæti riðilsins með sex stig en Stjarnarn er með fjögur stig eftir þrjá leiki. Þess má geta að Björgvin Stefánsson er markahæstur í riðlinum með fimm mörk.
Við hvetjum Haukamenn til að mæta á Ásvelli á föstudaginn og fylgjast með ungu og spennandi liði Hauka.