Haukastelpurnar munu keppa sinn fyrsta heimaleik á þessu ári gegn nýliðum Stjörnunnar í kvöld kl. 19:15, miðvikudaginn 13. janúar.
Haukarnir sitja á toppi Dominos deildar ásamt Snæfell. Þetta er annar leikur stelpnanna í deildinni á þessu ári en þær unnu Hamar örugglega á útivelli í tólftu umferðinni.
Stelpurnar eru ákveðnar í að sýna góðan leik og ná sér aftur á sigurbraut eftir naumt tap á móti Grindavík á útivelli í 8 liða úrslitum bikarsins.
Haukar tefla fram nýjum leikmanni, en Chelsie Alexa Scweers er búinn að semja við Hauka. Chelsie spilaði með Stjörnunni fyrir áramót og er stigahæsti leikmaður deildarinnar með 31 stig að meðaltali í leik. Þetta ætti að styrkja sterkt lið Hauka enn frekar og auka til muna sóknarmöguleika liðsins og sóknarleikur liðsins ætti að verða hraðari fyrir vikið.
Við hvetjum alla til að mæta og styðja við bakið á stelpunum en fyrir þá sem ekki eiga heimangengt þá verður leikurinn í beinni útsendingu á Stod2 sport.