Haukar fengu sigurlausar Fjölnisstúlkur í heimsókn í kvöld. Sigurviljinn var meiri hjá Fjölni í kvöld þegar þær sigruðu 79-73. Við bíðum því enn eftir fyrsta heimasigrinum á þessu tímabili en vonum þó að hann komi í næsta leik.
Siarre Evans var með enn einn stórleikinn, 22 stig og 25 fráköst sem dugði þó ekki til í kvöld. Jóhanna Björk Sveinsdóttir var mætt aftur í búninginn og skartaði andlitsgrímu nefinu til varnar. Hún virtist ekki há henni og átti hún fínan leik og óð óhrædd inn í teiginn og í fráköst.