Haukar töpuðu uppgjörinu

Nú rétt í þessu var leik Hauka og Hamars að ljúka í Hveragerði þar sem Hamar hafði betur í uppgöri toppliðanna í 1. deild karla og sigruðu 78-74.

Leikurinn var spennandi frá fyrstu mínútu og leiddu Haukar lengi vel í fyrsta leikhluta og leiddu með einu stigi eftir leikhlutann þrátt fyrir að hafa misst forystuna yfir til Hamars um tíma.

Annar leikhluti var jafn og Haukar leiddu með einu stigi í hálfleik. Liðin skiptust á að leiða í seinni hálfleik en á endanum fór það svo að Hamar vann góðan sigur og eru því einir á toppi 1. deildar karla.

Sveinn Ómar Sveinsson var stigahæstur Hauka með 21 stig og 10 fráköst. Kristinn Jónasson var með 14 stig og 15 fráköst og Óskar Ingi Magnússon var með 11 stig og 5 fráköst.