Meistaraflokkur karla í körfu heldur til Danmerkur í dag en liðið mun taka þátt í árlegu móti sem haldið er af SISU í Kaupmannahöfn. Haukar spila alls þrjá leiki yfir helgina en í mótinu taka þátt fyrir utan Hauka og SISU, Svendborg og Hörsholm .
Haukar hefja leik á morgun, föstudag, gegn Svendborg og hefst sá leikur kl. 18:30 að dönskum tíma. Hjá Svendborg er fyrir Adam Darboe sem lék með Grindvíkingum hér um árið og endaði liðið í öðru sæti dönsku deildarinnar á síðasta tímabili.
Á laugardaginn mæta strákarnir heimamönnum í SISU kl. 12:00 að staðartíma og á sunnudaginn mætir liðið svo Hörsholm kl. 10:00.
Haukaliðið mun hitta á flugvellinum Aaryon Williams, erlendan leikmann liðsins, en gengið var frá ráðningu við hann fyrr í sumar.
Síðan mun reyna að fylgjast með gengi strákana og upplýsa lesendur hauka.is um gengi þeirra úti.