Haukar – Þór Ak. í Dominos deild karla í kvöld kl. 19:15

Fyrsti leikur tímabilsins hjá strákunum í Dominos deild karla verður í kvöld, föstudaginn 6. október, kl. 19:15 í Schenkerhöllinni.

Strákarnir hafa verið að spila nokkuð vel á undirbúningstímabilinu og því er tilhlökkun i hópnum fyrir fyrsta leik og spenna fyrir að byrja tímabílið og eru strákarnir staðráðnir í því að sýna að síðasta tímabil hafi verið slys og ætla sér mun betri árangur á komandi tímabili.

Í fyrsta leik koma norðarnmenn frá Þór Akureyri í heimsókn en þeim hefur ekki verið spáð góðu gengi fyrir tímablið en þeir hafa misst töluvert af mannskap en búa samt að góðu búi þar sem vel hefur verið haldið utan um yngri flokka starfið og margir ungir og efnilegir leikmenn fá að stíga sín fyrstu spor í efstu deild í vetur. Þeir eru því sýnd veiði og má búast við hörku leik.
Haukaliðið er vel skipað og þrátt fyrir ungan aldur þá er töluverð reynsla komin í liðið. Haukalið er nokkuð hávaxið og ætti að geta spilað hörku varnarleik í vetur.

Við hvetjum alla til að mæta á leikinn og „oldsack“ Kiddi Jónasar mun sjá um að grilla gæðaborgara fyrir leik. Við viljum líka benda fólki á að landsleikurinn í fótbolta verður sýndur í sjónvarpinu hér á Ásvöllum og því er hægt að taka tvo fyrir einn í kvöld.