Haukar taka á móti Þór Þorlákshöfn föstudaginn 20. október kl. 19:15 í Schenkerhöllinni í gríðarlega mikilvægum leik fyrir bæði lið.
Haukaliðið hefur styrkst mikið síðustu daga, Kári Jóns kominn heim aftur og nýr erlendur leikmaður hefur lofað góðu í þeim tveim leikjum sem hann hefur spilað. Sóknarógn liðsins er orðinn gríðarlega öflug og er boltaflæði og hraðinn í sókn orðinn eins og liðið hefur viljað spila. Breidd liðsins er gríðarleg sem styrkir baráttu í vörn. Í síðasta leik liðsins, á móti Stjörnunni, í bikarnum þá sýndi liðið „gamla“ takta og var gaman að fylgjast með baráttunni og gleðinni í liðinu.
Þórsliðið byrjaði skínandi með sigri á KR í meistarar meistararanna en hefur aðeins fatast flugi eftir þetta og hafa núna tapað þrem leikjum í röð, tveim í deild og einum í bikar. Það má því búast við að Þórsliðið mæti brjálað til leiks og geri allt til að komast á sigurbraut.
Haukaliðið er staðráðið í því að byggja á síðasta leik og verða enn betri. Fjöldi Hauka áhorfenda mætti í Garðabæinn og studdi vel við liðið og átti stóran þátt í sigrinum. Nú þurfa stuðningsmenn að mæta og ætlar Manían að halda uppi fjörinu á pöllunum.
Áfram Haukar.