Haukar – Tindastóll í Fótbolti.net mótinu í kvöld

HaukarSú geysivinsæla knattspyrnusíða, Fótbolti.net hefur haldið æfingamót á þessum árstíma síðustu þrjú ár, fyrir félög í efstu deild sem ekki leika í Reykjarvíkurmótinu. Í ár hafa þeir hinsvegar stækkað mótið og gert svokallaða „B-deild“, fyrir þau félög í 1. og 2.deild sem ekki leika í Reykjarvíkurmótinu.

Haukar eru þar meðal keppnisliða og mæta Tindastól í fyrsta leik sínum í mótinu, í dag klukkan 17:30 á gervigrasinu á Ásvöllum. Um er að ræða hörkumót, þar sem KSÍ dómarar sjá um dómgæslu og keppt er í tveimur fjögurra liða riðlum.

Sigurvegarar riðlanna mætast síðast í úrslitaleik,  liðin í öðru sæti mætast í leik um 3.sætið og síðan koll af kolli. Haukar eru með Tindastól, HK og Njarðvík í riðli en þau mættust í fyrsta leik mótsins í gær þar sem Njarðvík hafði betur, 2-1 í hörkuleik.

 Hægt er að sjá stöðuna og næstu leiki í riðlinum hér.

Við hvetjum Haukafólk að kíkja á Ásvelli í kvöld og sjá fyrsta „alvöru“ æfingaleik liðsins á árinu, en þetta er fínn undirbúningur fyrir Lengjubikarinn sem hefst um miðjan febrúar.