Haukar – Tindastóll í kvöld kl. 19:15. Leikur nr. 1 í undanúrslitum

EmilStórleikur er í kvöld, sunnudaginn 3. apríl, kl. 19:15 er Tindastóll mætir í Schenkerhöllina í fyrsta leiknum i undanúrslitum Dominos deildar karla.

Haukar eiga harma að hefna, en þessi tvö lið mættust líka í undanúrslitum á síðasta tímabili en þá sigraði Tindastóll 3-1. Hauka strákar eru staðráðnir í því að hefna fyrir þau úrslit og ætla að mæta grimmir til leiks í þetta einvígi.

Bæði lið hafa verið á miklu skriði eftir áramót og hafa verið að spila vel. Haukarnir hafa verið á uppleið og hafa synt mikinn karakter það sem af er úrslitakeppni. Þeir sigrðu lið Þórs 3-1 án þess að geta stillt upp sínu sterkasta liði í neinum leik í 8 liða úrslitum en hafa bara elfst við mótlætið.

Bæði lið eru gríðarlega góð varnarlið og því má búast við mikillri hörku í leiknum. Haukar hafa ekki unnið fyrsta leik í úrslitaeinvígi í nokkuð mörg ár og eru allir staðráðnir í því að sigra fyrsta leik í þessu einvígi.

Við hvetjum allt Haukafólk til að mæta snemma á leikinn, fá sér börger og hita upp og forðast biðraðir í miðasölu.

Áfram Haukar.