Haukasigur í sveiflukenndum leik

Haukar eru taplausir í N1-deildinniHaukar unnu góðan sigur á Val í gærkvöld 23-20 í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda. Haukar eru því sem áður með gríðarlega öruggt forskot á toppi N1-deildarinnar. Haukar eiga 8 stig á FH sem er í öðru sæti og svo eru heil 12 stig í næstu lið sem eru í þriðja til sjötta sæti með 11 stig.

Deildin fer nú í langt frí og er ekki næst leikið fyrr en í byrjun febrúar þar sem íslenska landsliðið leikur í janúar nk. á HM í handbolta. Þar verða að sjálfsögðu nokkrir Haukarar með landsliðinu ásamt því að auðvitað er Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka einnig landsliðsþjálfari.

Nánar má lesa um leikinn gegn Val með því að smella hér