Haukastúlkur halda áfram á sigurbraut, unnu Val örugglega á útivelli

Marija Gedroit var drjúg fyrir Haukaliðið í dag og skoraði 11/3 mörkHaukastúlkur fóru í Vodafonehöllina í dag og gerðu sér lítið fyrir og unnu Val í annað skipti á stuttum tíma en þær lögðu þær líka á æfingamóti um jólin en þetta var fimmti sigurinn í röð hjá Haukum.
Stelpurnar leiddu allan leikinn en mestur var munurinn 4 mörk í fyrri hálfleik en staðan að honum lokum var 14-16. Haukastúlkur héldu áfram að spila góðan leik í seinni hálfleik og sjálfstraustið skein af þeim. Vörn og markvarsla frábær og mest náðu þær 5 marka forystu en lokniðurstaðan var 4 marka góður sigur, 27 – 31. Allt liðið spilaði vel en Marija var markahæst með 11 mörk þar af 3 úr vítum. Þess má geta að í Haukaliðið vantað tvo leikmenn úr byrjunarliðinu úr seinasta leik þær Kolbrúnu Einarsdóttur og Áróru Eyr Pálsdóttur. Kolbrún er að jafna sig eftir að hafa farið úr axlarlið í leiknum gegn Fylki og Áróra er með flensu.  

Mörk Hauka: Marija Gedroit 11/3, Karen Helga Díönudóttir 6, Viktoría Valdimarsdóttir 4, Gunnhildur Pétursdóttir 4, Ragnheiður Ragnarsdóttir 3, Agnes Ósk Egilsdóttir 2, Ragnheiður Sveinsdóttir 1.
 
Stelpurnar eru staðráðnar í að fylgja þessum góða árangri eftir og óska eftir góðum stuðningi áhorfenda í næsta leik sem er heimaleikur gegn Selfossi í Schenkerhöllinni næstkomandi laugardag kl. 16:00.
 

Áfram Haukar!