Haukastúlkur stöðvaðar

Eftir frábæra byrjun á árinu 2014 þar sem að Haukar unnu 5 leiki (4 í deild og 1 í bikar) með að meðaltali 29,8 stiga mun lentu þær á vegg í gærkvöldi þar sem að Valur fór einstaklega illa með þær í fjórða leikhluta, eftir jafnan leik framan af, og unnu þær 69-91.

Það er ekki hægt að segja að Haukar hafi verið að spila eitthvað illa fyrstu 3 leikhlutana en Valur skellti hreinlega í lás í fjórða leikhlutanum. Haukar töpuðu mörgum boltum en Valur tapaði aðeins örfáum færri.

Lovísa átti fínan leik með 14 stig, 6 fráköst og 5 varin skot. Einnig er lítið hægt að setja út á leik Gunnhildar sem var með 10 stig, 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 stolna bolta.

Umfjöllun og myndasafn á Karfan.is

Tölfræði leiksins