Haukastúlkur styrkja sig

Lauren Thomas-Johnson bætist í hóp HaukaliðsinsMeistaraflokkur kvenna í körfuknattleik hefur fengið liðsstyrk fyrir komandi átök í Iceland Express deild kvenna en stjórn deildarinnar telur að árangur liðsins sé undir væntingum og vilji með nýjum leikmanni freista þess að ná settu markmiði sem sé að spila til úrslita á Íslandsmótinu.

Leikmaðurinn sem um ræðir heitir Lauren Thomas-Johnson og kemur frá Bretlandi. Lauren spilaði með Kirkwood CC háskólanum og spilar stöðu bakvarðar.

Heimasíðan setti sig í samband við Henning Henningsson, þjálfara, sem segir að með komu leikmannsins er það freistað að auka sjálfstraust liðsins.

„Lauren er kröftugur leikmaður og mun án efa styrkja okkur í þeirri baráttu sem framundan er.  Það hefur vantað herslumuninn hjá okkur í mörgum leikjum og með komu þessa leikmanns er þess freistað að auka stjálfstraust liðsins og vonumst við til að geta tryggt okkur sæti í efri hluta deildarinnar í næstu tveimur leikjum,“ segir Henning.

„Auðvitað er markmiðið að gera betur á íslandsmótinu en í fyrra, en þá töpuðum við 3-0 í undanúrslitum. Það voru mikil vonbrigði að detta út úr bikarnum og því er mikill hugur í okkar stelpum að bæta fyrir þá frammistöðu og gera betur á Íslandsmótinu en í fyrra.