Í dag náðu Haukastelpur mikilvægum stigum í hús þegar þær unnu góðan heimasigur gegn Aftureldingu en lokatölur leiksins voru 32-18.
Segja má að stelpurnar hafi gert út um leikinn strax í fyrri hálfleik en staðan að honum loknum var 20-7. Í síðari hálfleik gerði liðið of mikið af tæknimistökum en sigurinn var þó aldrei í hættu.
Ragnheiður Ragnarsdóttir var markahæst með 6 mörk en allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig í dag. Markmennirnir skiptu leiknum á milli sín og stóðu sig báðar með prýði en Sólveig varði til dæmis 4 víti.
Áfram Haukar!