Haukar mæta Keflavík á laugardag í úrslitum Subwaybikars kvenna. Þrjár Haukastelpur urðu bikarmeistarar með Haukum árið 2007 og ein þeirra var einnig í liði Hauka árið 2005. Heimasíðan kíkti á hvaða stelpur hafa leikið til bikarúrslita sem eru nú í Haukaliðinu.
Guðrún Ámundadóttir:
Hún var í liðinu árið 2005 og 2007. Hún kom ekki inná árið 2005 en hún tók þátt í leiknum árið 2007 og lék sjö mínútur. Hún nýtti mínúturnar sínar vel og tók tvö fráköst og stal einum bolta. Hún komst ekki á blað í leiknum. Guðrún var í aðalhlutverki í fyrra þegar KR lagði Keflavík í úrslitum og lék í 20 mínútur.
Ragna Margrét Brynjarsdóttir:
Ragna Margrét var í sigurliði Hauka árið 2007 og í tapliði 2008. Ragna lék fjórar mínútur árið 2007 og á þeim tíma tók hún eitt fráköst, fékk eina villu og tapaði einum bolta. Árið eftir var hún lykilmaður en hún var þá með átta stig á 18 mínútum. Nýtti fjögur af átta skotum. Hún tók einnig fjögur fráköst og gaf eina stoðsendingu en hún fékk fimm villur og gat ekki klárað leikinn.
Telma B. Fjalarsdóttir:
Hún var í liði Hauka árið 2008 og spilaði í 29 mínútur sem var þriðja mest allra leikmanna liðsins. Hún skoraði fjögur stig og tók átta fráköst.
Helena Brynja Hólm:
Helena var í liði Hauka árið 2008 og spilaði 12 mínútur. Á þeim tíma skoraði hún fimm stig. Setti eitt af tveimur teigskotum sínum og þriggja-stiga skot hennar rataði rétta leið. Hún tók einnig þrjú fráköst þar af tvö sóknarfráköst.
Bryndís Hanna Hreinsdóttir:
Bryndís var í liði Hauka árið 2008 og kom inná í eina mínútu.
Sara Pálmadóttir:
Sara var í liði Hauka árið 2007 og 2008 en kom ekki inná.
Kristín Fjóla Reynisdóttir:
Kristín var í liði Hauka árið 2008 en kom ekki inná.