Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í handbolta eru komnar til Ítalíu en um helgina munu þær leika tvo leiki gegn ítalska liðinu Jomi Salerno. Ferðalagið var langt og strangt en gekk ferð þeirra þó afar vel.
Þetta er í þriðja skiptið sem að kvennalið Hauka spilar í Evrópukeppni er fyrri skiptin voru tímabilin 2005 – 2006 og 2006 – 2007 og eru því orðin 10 ár síðan að liðið lék síðast í Evrópukeppni. Það er þó einn leikmaður sem hefur verið með í öllum þessum Evrópuleikjum og það er Ramune en hún lék einnig með Haukaliðinu á Ítalíu tímabilið 2005 – 2006 og meira að segja er hún að spila í annað skiptið er að spila fyrir hönd Hauka í Evrópukeppninni í þessari sömu höll og leikirnir fara fram um helgina.
Haukaliðið hefur endurheimt Ramune en hún var ekki með í leiknum gegn Fram um helgina og ætti það að hjálpa liðinu sér í lagi sóknarlega annars er sama lið og spilað hefur síðust leiki en Guðrún Erla er ennþá frá. Þetta eru síðustu leikir liðsins fyrir langt hlé á deildinni fram í janúar og eru því stelpurnar staðráðnar í að enda fyrri part tímabilsins á flottum nótum og tryggja sig áfram í keppninni.
Mótherjinn um helgina er eitt besta lið Ítaliu og er það vel mannað með kúbverska skyttu sem sinn besta mann auk hörkuleikmanna frá Ítalíu. Þetta sama lið lék gegn ÍBV fyrir tveimur árum í EHF bikarnum og unnu þær Eyjastelpur nokkuð sannfærandi með 12 mörkum samalagt úr tveimur leikjum. Þess má geta að leikstjórnandi Hauka hún Elín Anna var leikmaður ÍBV í þeim leikjum sem og Jóna Sigríður sem leikið hefur í horni Haukaliðsins en er frá sökum óléttu en er þó með í för og ættu þær báðar því að geta veitt hinum Haukastelpunum ráðleggingar í baráttunni um að komast áfram í keppninni.
Eins og fyrr segir eru báðir leikirnir spilaðir á Ítalíu og fyrri leikurinn er á morgun, laugardag, kl. 18:30(úti) sem er 17:30 á íslenskum tíma. Seinni leikurinn verður svo spilaður á sunnudaginn kl 16:30 á íslenskum tíma og en hann sýndur á netinu á www.ottochannel.tv.
Frekari fréttir og viðtöl frá liðinu er hægt að nálgast á handboltamiðlinum Fimmeinn.is og auk þess er hægt að fylgjast með framvindu mála hjá stelpunum á Twitter og Snapchat undir nafninu haukarhandbolti. Áfram Haukar!