Haukastelpur fara til Keflavíkur í Dominos deild kvenna.

Í dag, miðvikcsu_mitchell_pbcactionudaginn 12. október kl. 19:15 munu Haukastelpurnar etja kappi við heimastúlkur í Keflavík.

Bæði lið hafa unnið einn leik og tapað einum og því ljóst að þessi leikur er mikilvægur fyrir bæði lið. Biði lið eru í uppbyggingarferli og eru skipuð mjög ungum leikmönnum sem eiga bjarta framtíð fyrir sér.

Haukar unnu flottan heimasigur á Val á heimavelli á sunnudaginn og voru mjög ákveðnar og virtust hafa gaman af hlutunum inná vellinum og voru að vinna fyrir hvora aðra. Vörnin var mjög grimm og í sókninni voru margar að skila góðu hlutverki. Haukaliðið sýndi nýjan erlendan leikmann sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir Haukaliðið. Það tók hana smá tíma að komast í gang og var hún í nokkrum vandræðum í fyrri hálfleik en í þeim síðari sýndi hún mjög góðan leik og var öflug á báðum endum.
Þessi leikur sýndi að mikið er spunnið í hið unga lið Hauka og nú þurfa þær að byggja á þessum sigri og þeirri gleði sem var í þeirra leik og halda áfram af krafti og ná í sigur í Keflavík.

Eins og áður segir, þá hefst leikurinn kl. 19:15 í dag og hvetjum við fólk til að fá sér bíltúr í rigningunni og hvetja stelpurnar áfram í baráttunni.