Haukastelpur í yngri landsliðum Íslands í handbolta

Það hefur verið mikið um að vera hjá yngri landsliðum Íslands í handbolta en í lok mars æfðu eldri yngri landsliðin og svo rétt fyrir páska æfa yngstu yngri landsliðin. Að vanda áttu Haukar sína fulltrúa en í U-19 voru þær Alexandra Líf Arnarsdóttir og Berta Rut Harðardóttir en báðar eru þær í lykilhlutverkum í meistarflokksliði Hauka. Í U-17 voru þær Chole Anna Aronsdóttir og Margrét Björg Castillo en báðar hafa þær komið við sögu hjá meistaraflokki kvenna í vetur.

Um miðjan april æfir svo U-15 ára landsliðið og þar eiga Haukar 6 fulltrúa en þar eru Agnes Ósk Viðardóttir, Elín Klara Þorkelsdóttir, Mikaela Nótt Pétursdóttir, Nadía Líf Ágústsdóttir, Sonja Lind Sigsteinsdóttir og Viktoría Diljá Halldórsdóttir. Allar þessar stelpur eru í 4. flokks yngri liði Hauka sem vann bikarmeistartitilinn í sínum aldurflokki í byrjunmars ásamt því að vinna deildarmeistartitilinn á dögunum.

Það er ljóst að framtíðin er björt kvennamegin á Ásvöllum. Til hamingju stelpur með valið og áfram Haukar!