Haukastelpur N1 deildarmeistarar 2009

Hanna Guðrún og RamuneHaukastelpur urðu í dag deildarmeistarar N1 deildar kvenna í handbolta þegar þær sigruðu FH á Ásvöllum í næst síðustu umferð deildarinnar. Leikurinn var jafn á flestum tölum en endaði þó með 33 – 30 sigri Hauka og fögnuðu Haukastelpur því innilega í lok leiksins þegar ljóst var að þær hefðu sigrað N1 deildinar.

 

Leikurinn var jafn á öllum tölum til að byrja með og skiptust liðin á að skora. Haukastelpur voru þó alltaf skrefinu á undan en eina skiptið sem FH komst yfir í leiknum var í stöðinnu 1 – 2. Í fyrri hálfleik náðu Haukastelpur mest þriggja marka forskoti en því náðu þær nokkrum sinnum, fyrst í stöðunni 6 – 3. Í hálfleik var þriggja marka munur á liðunum, 11 – 9.

 

Í síðari hálfleik spýttu Haukastelpur í lófana og komust snemma í fimm marka forskot, 19 – 14. Þessu forskoti héldu þær lengst af hálfleiknum en FH náði að minnka muninn í tvö mörk, 21 – 19. Haukastelpur náðu að hrista FHinga af sér að nýju og sigruðu að lokum, 33 – 30.

Þær Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Erna Þráinsdóttir voru markahæstar í liði Hauka í dag með 9 mörk. Ramune skoraði 5 mörk og þær Ester Óskarsdóttir og Nína Arnfinnsdóttir skoruðu fjögur mörk. Nína Kristín skoraði 2 mörk.

Hjá FH var það Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir sem var markahæst með 8 mörk. Hildur Þorgeirsdóttir skoraði 6 mörk, Hafdís Inga Hinriksdóttir 5, Gunnur Sveinsdóttir, Birna Berg Haraldsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir skoruðu 3 mörk hver og þær Ebba Særún Brynjarsdóttir og Arnheiður Guðmundsdóttir skoruðu sitt hvort markið. 

Með sigrinum er það ljóst að Stjarnan mun ekki ná yfir Hauka á stigum en munurinn fyrir síðasta leik mótsins er tvö stig. Þar sem Haukar hafa sigrað tvo leiki en Stjarnan einungis einn í innbyrðis leikjum liðanna er ljóst að Haukar eru sigurvegarar N1 deildarinnar 2009.

Á morgun geta svo Haukastrákarnir tryggt sér deildarmeistaratitilinn þegar þeir taka á móti HK á Ásvöllum. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og mælum við með því að fólk mæti snemma þar sem búist er við miklum fjölda áhorfenda.