Stelpurnar í meistaraflokki unnu góðan sigur á sunnudag þegar þær mættu liði Völsungs á Ásvöllum. Stelpurnar unnu 2-1 eftir að hafa verið 0-1 undir í hálfleik.
Tvö mörk í seinni hálfleik frá þeim Björgu Ólafs og Lovísu Einarsdóttur tryggðu sigurinn. Lovísa var ekki búinn að vera lengi inná eða aðeins sex mínútur þegar sigurmarkið kom.
Þar með sitja Haukar enn á toppi B-riðils með 24 stig eftir níu leiki. ÍBV er með 16 stig en hafa aðeins leikið sex leiki og geta því komist upp fyrir Hauka ef þær vinna alla þá leiki sem þeir eiga inni.
Næsti leikur stelpnanna er á föstudag gegn ÍA.
Mynd: Stelpurnar í meistaraflokki eru á mikilli siglingu