Mikið um að vera hjá Haukastrákum í yngri landsliðum.
Alls hafa 5 leikmenn úr Haukum verið boðaðir á úrtaksæfingar fyrir U17 og U19 landslið karla í knattspyrnu um komandi helgi. Æfingarnar fara fram í Kórnum í Kópavogi og Egilshöll í Reykjavík.
Eftirfarandi leikmenn hafa verið boðaðir
U19 Eggert Georg Tómasson
U17 Grétar Snær Gunnarsson og Sverrir Bartolozzi (fæddir 1997)
U17 Álfgrímur Gunnar Gunnarsson og Daði Snær Ingason (fæddir 1998)
Æfingarnar fara fram undir stjórn þjálfara liðanna – Þorlákur Már Árnason er þjálfari U17 karla og Kristinn Rúnar Jónsson þjálfari U19 karla.
Haukamenn voru einnig í eldlínunni í síðustu viku þegar að U15 ára landslið karla tryggði sér sæti á Ólympíuleikum ungmenna í Kína sem haldið verður á næsta ári. Þar voru tveri Haukamenn í liðinu, Karl Viðar Magnússon og Kristinn Ingi Pétursson. Liðið spilaði við Finna og Moldóva og unnu 2-0 og 3-1. Að auki er gaman að segja frá því að þjálfari U15 er Freyr Sverrisson og aðstoðarþjálfari er Ágúst Haraldsson, en þeir eru hluti af okkar öfluga teymi í þjálfun á yngri flokkum Hauka.
Knattspyrnudeild Hauka er stolt af sínu fólki og óskar þeim velfarnaðar í verkefnunum.