Það verður mikið um að vera hjá ungum Haukastrákum aðra helgi en þá koma yngri karla landslið Íslands saman. Það eru fjölmargir Haukastrákar sem hafa verið valdnir í þessi verkefni en þeir eru.
U-20: Andri Scheving, Jason Guðnason og Orri Freyr Þorkelsson. Auk þess er uppaldni Haukastrákurinn Darri Aronsson sem spila nú með Aalborg Håndbold einnig í hópnum.
U-18: Jóhannes Damian Patreksson, Jökull Grétarsson og Jökull Hjálmarsson.
U-16: Kristófer Máni Jónsson, Magnús Gunnar Karlsson, Páll Þór Kolbeinsson, Alex Már Júlíusson, Mikael Andri Samúlesson og Steinar Logi Jónatansson. Auk þess eru uppöldnu Haukastrákarnir Jakob Aronsson sem spilar með Aalborg Håndbold og Guðmundur Bragi Ástþórsson sem spilar í Þýskalandi.
Einnig má geta þess að þessa sömu helgi verða Daníel Þór Ingason og Björgvin Páll Gústavsson að æfa og spila landsleiki við Svíþjóð með A-landsliði Íslands og Hákon Daði Styrmisson mun æfa með Afrekshóp karla sem er svokallað B-landslið.
Við óskum öllum þessum flottu Haukastrákum til hamingju með valið og góðs gengis á æfingunum.