Haukum spáð 6. sæti í árlegri spá á Fótbolta.net

Hin frábæra vefsíða Fótbolti.net hefur birt undanfarin ár spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild karla. Í ár er Haukum spáð 6. sæti og í ítarlegri og skemmtilegri grein er farið yfir Haukaliðið og m.a. rætt um styrk- og veikleika liðsins.

Hægt er að sjá spána hér.

Fyrsti leikur Hauka er á mánudag gegn Leikni á Leiknisvelli og hefst leikurinn kl. 20.00.

Mynd: Ásgeir og félögum er spáð 6. sæti fyrir sumarið – stefan@haukar.is