Í kvöld taka strákarnir í mfl. karla í handbolta á móti liði Aftureldingar. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og er á heimavelli okkar, Ásvöllum.
Síðasti leikur þessara liða var 14. okt. s.l. að Varmá. Sá leikur var hörkuspennandi og réðust úrslitin á síðustu sekúndum leiksins en leikurinn endaði 22-23 fyrir Hauka. Segja má að leikmenn Aftureldingar, sem eru nýliðar í deildinni, hafi komið Haukum á óvart með góðum leik og mikilli baráttu.
Lið Hauka hefur verið á mikilli siglingu undanfarið og síðasti deildarleikur gegn FH vannst örugglega með níu mörkum.
Haukar eru núna í 5. sæti deildarinnar með 10 stig, jafnmörg og FH sem er í 4. sæti en með betri markatölu. Haukar hafa skorað 231 mark en fengið á sig jafnmörg sem er staða sem þarf að laga. Afturelding er í næðstneðsta sæti deildarinnar með 2 stig en hafa samt verið að leika á köflum mjög fínan handbolta.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 19.30 og við skorum á alla að mæta á völlinn og skemmta sér á pöllunum. Þeir sem geta mæta í rauðu.
Betri stofan opnar klukkan 18.00, flottar veitingar og kynning á Haukum í horni og Hersveitinni.
Mbk. Sigurjón Sigurðsson
L |
U |
J |
T |
Mörk |
Stig |
||
1. |
Akureyri |
9 |
9 |
0 |
0 |
273:228 |
18 |
2. |
Fram |
9 |
7 |
0 |
2 |
310:258 |
14 |
3. |
HK |
9 |
6 |
0 |
3 |
299:300 |
12 |
4. |
FH |
9 |
5 |
0 |
4 |
256:245 |
10 |
5. |
Haukar |
9 |
5 |
0 |
4 |
231:231 |
10 |
6. |
Valur |
9 |
2 |
0 |
7 |
221:258 |
4 |
7. |
Afturelding |
9 |
1 |
0 |
8 |
222:255 |
2 |
8. |
Selfoss |
9 |
1 |
0 |
8 |
251:288 |
2 |