Helena Hólm: Þetta eru algjörir snillingar

Helena Brynja Hólm þarf vart að kynna en hún kemur úr Íslandsmeistaraliði Hauka. Helena Hólm Kom til Hauka frá Keflavík fyrir tímabilið 2006-2007 og er því á sínu þriðja tímabili hjá Haukum. 

Helena Hólm hefur verið stígvaxandi þetta tímabil og hefur verið með 4 stig að meðaltali í vetur spilað að meðaltali í 20 mín. Helena hefur verið í Yngri Landsliðum KKÍ undanfarin ár og er ein af burðarrásum Unglingaflokks kvenna.  

Heimasíðan setti sig í samband við Helenu Hólm og spurði hana nánar útí veturinn en margt skemmtilegt koma þar fram.  

Til Hamingju með Íslandsmeistara titilinn! Hvernig er tilfinningin?

Takk fyrir það. Þetta er besta tilfinning í heiminum, hef ekki hætt að brosa síðan á miðvikudaginn.
 
Nú varstu að vinna þinn annan Íslandsmeistaratitil með Meistara flokki Hauka hvor þeirra er stærri í þínum hug?

Klárlega þessi á miðvikudaginn. Fyrir tveimur árum var ég rétt að taka mín fyrtu skref í meistaraflokki en í ár finnst mér ég eiga miklu meira í honum.
 
Hvað fór fram í huganum á þér eftir tapið í fyrsta leiknum á móti KR í einvíginu?

Hugsaði ekki um annað nema hvað við ætluðum að koma brjálaðar í næsta leik og vildi helst spila aftur strax. Því það kom ekki til greina að tapa öðrum leiknum í röð.
 

 

 

 

Hver voru þín markmið í upphafi tímabilssins? Og náðuru þeim markmiðum?

Í upphafi tímabilsins var ég ekki viss hvort ég ætlaði að halda áfram, en sé klárlega ekki eftir því!.Þannig kannski helsta markmiðið var að hafa bara gaman og þetta er búið að vera skemmtilegasta tímabil sem ég hef spilað þannig ég get ekki verið annað en mjög sátt.
 
Kemur þessi vetur þér á óvart eftir á eða var þetta borðleggjandi dæmi í upphafi leiktíðar?

Hann kemur mér mjög á óvart, held að enginn hefði trúað því að við mundum standa uppi sem Íslands-og deildarmeistarar.
 
Tímabilið í ár og í fyrra eru svart og hvítt, í ár eruð þið óstöðvandi en í fyrra ströglið þið og endið í 4 sæti deildarinar. voru einhverjar töfra formúlur framkvæmdar síðasta sumar eða hvað varð það sem snýr taflinu svona við hjá ykkur að þínu mati?

Í ár var bara miklu léttara yfir okkur, engin pressa og hópurinn miklu þéttari heldur en í fyrra. Gæti ekki beðið um betri liðsfélaga eða vinkonur þær eru allar frábærar og ég held að liðsheildin hafi breytt öllu.
 
Hvað ætlar Helena Hólm að gera af sér í sumar?

Í sumar er ég reyna að komast til Danmerkur að vinna þar með vinkonu minni en ef það gengur ekki upp þá kemur það bara í ljós.
 

 

 

Þú stundar nám við Verzlunarskóla Íslands hvernig fer saman námið og æfingar og keppnir? Er tími til að læra?

Ef satt á að segja hefur skólinn verið frekar aftarlega  í forgangsröðinni síðustu vikur. En ef maður skipurleggur sig vel þá er þetta ekkert mál.

Ef þú lítur um öxl ertu sátt með uppskeru vetrarins?  

Já mjög sátt. Reyndar hefði ég viljað spila í höllinni um bikarinn en við verðum þá bara að stefna að því fyrir næsta vetur. 

Ertu hjátrúafull sem leikmaður, með þína ákveðnu rútínu fyrir leik ?

Nei mundi ekki segja það. Reyni bara að borða hollt, vera vel hvíld og búin að hugsa vel um leikinn.

Nú voru tveir ágætis menn í brúnni í vetur hvernig mynduru lýsa þeim tveim sem einni heild?

Þetta eru algjörir snillingar og það var mjög gaman að fá Henning í haust og hefur hann hjálpað liðinu mikið. Ég væri ánægð með að fá þá aftur næsta tímabil.
 
Eitthvað að lokum sem þú vilt koma frá þér? 

Verið ljón ekki mýs.