Handknattleikskonan Helena Ósk Kristjánsdóttir hefur gert samning við Handknattleiksdeild Hauka um að leika með meistaraflokki kvenna næstu 2 árin. Helena Ósk kemur til liðs við Hauka frá HK þar sem hún lék í 1 tímabil en áður lék hún með Fjölni þar sem hún er uppalin. Helena Ósk sem er fædd árið 1998 er kröftugur vinstri hornamaður sem á leiki fyrir yngri landslið Íslands og fellur hún vel inn í leikmannahóp Haukaliðsins.
Haukar bjóða Helenu Ósk velkomna í Haukafjölskylduna og hlakka til að sjá hana í Haukabúningnum á gólfinu í haust.