Helena Sverrisdóttir semur við Hauka

Helena semur við HaukaHelena Sverrisdóttir skrifaði í gær undir samning við Hauka um að taka að sér þjálfun efnilegustu stúlkna Hauka í sumar ásamt að þjálfa á sumaræfingum Hauka. Stelpurnar í Haukum mættu vel á Ásvelli í gær til að bjóða Helenu velkomna heim á Ásvelli. Leikmenn og stjórn Hauka vænta mikils af starfi Helenu í sumar við að efla enn kraftinn í barna- og unglingastarfi Hauka en mikil fjölgun hefur orðið í iðkendafjölda hjá deildinni í vetur.

Haukar munu í sumar vera með sumaræfingar fyrir stelpur og stráka í 7.flokki karla og kvenna og upp í drengja- og stúlknaflokk sem Ívar Ásgrímsson yfirþjálfari yngri flokka og Helena Sverrisdóttir munu hafa veg og vanda að. Á sumaræfingum verða m.a. styrktar- og séræfingar fyrir leikmenn Hauka.

Þá mun Helena Sverrisdóttir verða með hóp 8 til 10 efnilegustu stelpna Hauka í sérþjálfunarbúðum í sumar en þar eru stelpur frá 11 ára upp í tvítugt sem munu fá tækniþjálfun hver fyrir sig í þeim atriðum sem þær þurfa helst að bæta sig. Í þessum hópi eru eftirtaldar stúlkur frá vinstri með Helenu Sverrisdóttur í miðju:

 Helena og haukastelpur

 

Dagbjört Samúelsdóttir 18 ára, Lovísa Björt Henningsdóttir 16 ára, Sólrún Gísladóttir 15 ára, Margrét Rósa Halfdánardóttir 17 ára og Fríða Rut Gísladóttir 11 ára

Á myndina vantar Auði Ólafsdóttir 19 ára, Ínu Salome Sturludóttur 19 ára og Kristínu Fjólu Reynisdóttur 20 ára sem einnig munu var með í æfingahópnum.