Helgi Valur Pálsson í Hauka

F.v. Jón Björn Skúlason, Helgi Valur Pálsson, Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn HreiðarssonHaukum heldur áfram að berast liðsstyrkur fyrir næst komandi fótboltasumar því í gærkvöld skrifaði Helgi Valur Pálsson undir samning við Hauka. Helgi Valur leikur í stöðu bakvaðar og er fæddur er árið 1992, hann kemur frá FH þar sem hann er uppalinn og lék samtals 3 meistaraflokksleiki sem allir komu sumarið 2010.

Síðast liðið sumar lék Helgi með BÍ/Bolungarvík sem lánsmaður í sumar og þótti standa sig afar vel. Hann á að baki tvo landsleiki með U19 ára landsliði Íslands.

Við bjóðum Helga innilega velkominn til Hauka!