Haukar fóru í heimsókn til Hveragerðis í kvöld þar sem þær mættu Hamri í seinustu umferð Dominosdeildar kvenna þetta tímabilið. Eftir slæma útreið gegn Snæfelli í seinustu umferð, þar sem þær þó hvíldu Lele Hardy og Dagbjörtu Samúelsdóttur, enduðu þær tímabilið með stæl þar sem þær unnu Hamar 71-74 í mjög skemmtilegum leik.
Margrét Rósa átti skínandi leik þar sem hún var með 20 stig á 53% heildarskotnýtingu ásamt 4 fráköstum.
Lele Hardy var að sjálfsögðu með sinn stórleik, 20 stig, 19 fráköst og 4 stoðsendingar.
Dagbjört Samúelsdóttir var síðan með 11 stig.
Þóra Kristín Jónsdóttir fékk einnig að spreyta sig í 16 mínútur í kvöld, enda nýbúið að velja hana í U-18 ára landslið kvenna, og stóð hún sig með mikilli prýði. Hún var með 2 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu ásamt því að vera með næst besta +/- þar sem hún var með +18.
Auður Íris Ólafsdóttir var með hæsta +/- upp á +21