HK – Haukar í kvöld, stórleikur!

Haukar

Það verður sannkallaður stórleikur í Kópavogi í kvöld þegar að Haukar mæta þangað og mæta HK. Leikurinn er mikilvægasti leikur beggja liða á tímabilinu og sæti í efstu deild að ári verður undir í þessum leik hefst leikurinn klukkan 18.

 

 

Í síðustu umferð gerðu Haukar, 2-2 jafntefli við Víkinga úr Reykjavík, á Ásvöllum. HK unnu hinsvegar Aftureldingu í Mosfellsbæ, 1-3. Bæði liðin hafa 35 stig í 2. og 3. sæti deildarinnar en Selfyssingar sitja á toppi deildarinnar með 41 stig.

Ekkert verður gefið eftir í þessum leik en bæði lið vilja að sjálfsögðu sigra leikinn og koma sér í lykilstöðu um að komast upp í Pepsi deild karla að ári.

Hjá Haukum er Ásgeir Ingólfsson í banni og kemur Ernad Mehic í hópinn í hans stað. Hjá HK er Finnur Ólafsson meiddur og verður hann ekki meira með liðinu á þessu tímabili, annars eru þeir með sitt sterkasta lið.

Að sjálfsögðu hvetjum við alla Haukamenn til að mæta í Kópavoginn og styðja strákana til sigurs. Stuðningur við liðið er afar mikilvægur í þessum leik. Áfram Haukar!