Það er enn einn stórleikurinn sem biður strákanna í meistaraflokki í handbolta á morgun, fimmtudag, þegar að liðið fær Selfoss í heimsókn í Schenkerhöllina kl. 19:30.
Liðin eru fyrir umferðina í 3. og 4. sæti með 12 stig en það eina sem skilur liðin að er fyrri leikur þessara liða sem Haukar unnu 34 – 31 á Seflossi. Það er stutt á milli leikja þessa daganna en Haukar unnu stórsigur á Aftureldingu á sunnudaginn 35 – 18 og svo á fimmtudaginn síðast unnu þeir góðan sigur á ÍBV á meðan lið Selfoss vann Aftureldingu síðasta fimmtudag 32 – 25 en tapaði svo fyrir Valsmönnum á mánudaginn 31 – 29.
Selfoss er það lið í deildinni sem er búið að skora flest mörk eða 345 talsins og Haukar koma þar á eftir með 337 mörk en sá leikmaður sem hefur skorað mest af þessum mörkum er Einar Sverrison. Það er því allveg ljóst að vörn Haukaliðsins þarf að vera í standi í leiknum á morgun ef að liðið ætlar sér að fá eitthvað úr honum.
Selfoss sem eru nýliðar í deildinni hafa sýnt það það sem af er tímabili að liðið á svo sannarlega heima í Olís deildinni og má því búast við hörkuleik og enn einum leiknum við lið á toppi deildarinnar. Það er því um að gera fyrir allt Haukafólk að fjölmenna í Schenkerhöllina á morgun, fimmtudag, kl. 19:30 og styðja strákanna til sigurs en þeir eiga það svo sannarlega skilið eftir tvo flotta leiki að undanförnu. Áfram Haukar.